Mikilvægt að hugsa hlutina upp á nýtt

Þór Sigfússon
Þór Sigfússon mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Kreppa er móðir tæki­færa og ný­sköp­un­ar, því í kreppu gefst færi á að hugsa hlut­ina upp á nýtt og beita skap­andi hugs­un, “ seg­ir Þór Sig­fús­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Hann hvet­ur til þess að rík­is­stjórn Íslands til­einki árið 2009 skap­andi hugs­un og ný­sköp­un.

„Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur er þegar búin að hugsa út fyr­ir ramm­ann. Þar hef­ur ný kyn­slóð vikið leiðindakarpi til hliðar og tekið upp náið sam­starf á erfiðum tím­um þvert á flokkslín­ur. Hvað með að gera það að reglu í stað þeirr­ar þrætulist­ar sem stunduð var í borg­ar­stjórn um ára­tuga­skeið?,“ spyr Þór Sig­fús­son.

Hann seg­ir að Alþingi þyrfti sann­ar­lega á sömu hug­ar­fars­breyt­ingu  að halda þannig að upp­gjör þings í þinglok snú­ist ekki alltaf um hver talaði mest.

Formaður SA bend­ir á að þrátt fyr­ir erfiða tíma og mögu­lega aukna rík­is­for­sjá verði að var­ast að öll svör við at­vinnu­leysi verði að finna hjá stjórn­mála­mönn­um, að ein eða fáar at­vinnu­grein­ar verði alls­herj­ar lausn á vanda ís­lensks at­vinnu­lífs. Tæki­fær­in verði að nýta og auka fjöl­breytni í ís­lensku at­vinnu­lífi.

„Það er ekki hag­ur neins að ein­hæfni ríki í at­vinnu­mál­um hér­lend­is. Við erum búin að reyna það og ár­ang­ur­inn var mis­jafn. Á tím­um hafta og rík­is­for­sjár voru at­vinnu­grein­ar vald­ar út eft­ir því hvað stjórn­völd­um hugnaðist. Þegar frelsi var aukið og dyr opnaðar breytt­ist þetta. Nú eig­um við öfl­ug fyr­ir­tæki á fjöl­mörg­um sviðum sem mynda nýj­ar og fjöl­breytt­ar stoðir und­ir ís­lenskt at­vinnu­líf,“ seg­ir Þór Sig­fús­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert