Neyðarkallinum tekið vel

Neyðarkallinn fékk fínustu móttökur.
Neyðarkallinn fékk fínustu móttökur. mbl.is

Góðar viðtökur voru við Neyðarkalli björgunarsveitanna sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stóð fyrir sölu á um helgina. Segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu að salan hafi gengið afar vel og að ljóst sé að Íslendingar kunni vel að meta störf sjálfboðaliða félagsins.

 Í átakinu var seldur lítill sjóbjörgunarkall á lyklakippu og vill Slysavarnafélagið Landsbjörg koma á framfæri þakklæti fyrir móttökurnar. „Landsmenn styrktu ekki einungis björgunarsveitirnar fjárhagslega með kaupum á Neyðarkalli heldur einnig með viðmóti sem gerði söluna afar skemmtilega fyrir sjálfboðaliðana en margir færðu þeim góðar þakkir fyrir störf þeirra að björgunar- og slysavarnamálum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert