Notaði seðil með mynd af Davíð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú sérstætt peningafölsunarmál. Maður kom inn í matvöruverslun á mánudag og greiddi fyrir vörur með tíu þúsund króna seðli en á seðlinum var mynd af Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra.

Afgreiðslufólk verslunarinnar var ekki betur vakandi en svo að það gaf manninum til baka, tæpar sjö þúsund krónur. Lögregla hefur nú fengið seðilinn í hendur ásamt upptöku úr öryggismyndavél verslunarinnar. Leiðin að falsaranum ætti því að vera greið.

Lögreglan vill árétta að engir tíu þúsund króna seðlar hafa verið gefnir út á Íslandi. Lögreglan biður starfsfólk verslana að vera á varðbergi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka