Notkun nagladekkja kostar sitt

44% bifreiða voru á nöglum í apríl 2008.
44% bifreiða voru á nöglum í apríl 2008. mbl.is/Golli

Ef eng­in bif­reið á göt­um borg­ar­inn­ar væri búin nagla­dekkj­um gæti Reykja­vík­ur­borg senni­lega sparað um það bil 300 millj­ón­ir króna ár­lega. Gert er ráð fyr­ir að ár­lega þurfi um það bil 10.000 tonn meira af mal­biki en ella vegna mik­ill­ar nagla­dekkja­notk­un­ar. Svifryk hef­ur farið 22 sinn­um yfir heilsu­vernd­ar­mörk á ár­inu.

Skv. upp­lýs­ing­um frá um­hverf­is- og sam­göngu­sviði Reykja­vík­ur spæna nagla­dekk upp mal­bikið á göt­um borg­ar­inn­ar hundrað sinn­um hraðar en nagla­laus dekk og eru þau ein helsta upp­spretta svifryks í Reykja­vík. 44% bif­reiða voru á nögl­um í apríl 2008.

Svifryks­meng­un­ar í Reykja­vík gæt­ir mest að vetri til þegar veður er þurrt og kalt, lít­ill raki er í and­rúms­lofti og um­ferð mik­il. Svifryk hef­ur farið 22 sinn­um yfir heilsu­vernd­ar­mörk á þessu ári en mátti ein­ung­is fara 18 sinn­um yfir á ár­inu sam­kvæmt reglu­gerð nr. 251/​2002. Svifryk fór síðast yfir heilsu­vernd­ar­mörk 1. nóv­em­ber og þar áður 20. og 27. októ­ber.
Svifryk (PM10) eru örfín­ar agn­ir sem eru skaðleg­ar ef þær kom­ast í lungu fólks.

Svifryk á göt­um borg­ar­inn­ar er bæði vegna slits á mal­biki og vegna uppþyrlun­ar á aðfluttu ryki eins og jarðvegsryki. Notk­un góðra vetr­ar­dekkja í stað nagla­dekkja myndi bæði draga úr svifryks­meng­un og kostnaði vegna viðhalds gatna. Heilsu­vernd­ar­mörk svifryks eru 50 míkró­grömm á rúm­metra á sól­ar­hring.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert