Rúður brotnuðu í Hnífsdal

Lögreglan á Ísafirði segir björgunarsveitarmenn hafa séð um að tryggja …
Lögreglan á Ísafirði segir björgunarsveitarmenn hafa séð um að tryggja öryggi á vettvangi og búa um skemmdir. (C)Kjartan P. Sig kps@photo.is

Björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal var kölluð út skömmu fyrir fjögur í nótt eftir að brak hafði fokið í gegnum tvær rúður í félagsheimilinu í Hnífsdal. Auk þess skemmdust tvær hurðir eftir að þær fuku upp. Björgunarsveitarmenn bjuggu um skemmdar rúður og hurðir og tryggðu öryggi á vettvangi, að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Engan sakaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert