Barack Obama nýtur mikillar hylli hjá Íslendingum ef marka má niðurstöður kosningar á kosningavöku Bandaríska sendiráðsins í gærkvöldi.
Áttatíu og fimm prósent viðstaddra vildu Obama fyrir forseta og fengu ósk sína uppfyllta. Obama er svart ljós í myrkrinu á Íslandi sagði Hallgrímur Helgason sem fylgdist með á kosningavökunni í nótt.
Þær Hallfríður Þórarinsdóttir og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir voru einnig á staðnum og töldu Obama standa fyrir breytingar. Hann væri maður vonar. Fullt var út úr dyrum á kosningavökunni sem að þessu sinni var haldin á Grand Hóteli.