Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa

Stjórnarþingmennirnir Pétur H. Blöndal, Guðfinna Bjarnadóttir og Ólöf Nordal gagnrýndu veika stöðu Alþingis í þinginu í dag. Guðfinna Bjarnadóttir sagði þingið máttlaust. Ragnheiður Ríkharðsdóttir tók einnig undir þetta og sagði Sjálfstæðisflokkinnn bera ábyrgð en líka alla aðra flokka. Ef ekki yrði breyting á væru þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa.

Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG hóf umræðu um hversu veika stöðu Alþingi hefði í að móta nýja efnahagsáætlun fyrir landið.   Þá gagnrýndi hún að ákvörðun  um að hækka stýrivexti hefði ekki verið rædd í þinginu en komið hefur fram að Seðlabankinn hefur vísað á samkomulag ríkisstjórnar og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem ástæðu hækkunarinnar. Katrín Jakobsdóttir fékk  óvæntan og öflugan stuðning frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Pétur Blöndal gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harðlega í og sagði að efnahags og viðskiptanefnd hefði beðið um rökstuðning bankans fyrir þessari ákvörðun. Hann tók heils hugar undir að þingið ætti að koma meira að málum. Vaxtahækkun Seðlabankans væri hinsvegar ákvörðun bankans og hann væri sjálfstæður.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert