Tíuþúsundkallinn var hluti af lokaverkefni

mbl.is/Óðinn Þór Kjartansson

Upp­lýst hef­ur verið að tíu þúsund króna seðill sem notaður var í mat­vöru­versl­un á mánu­dag var hluti af loka­verk­efni nema í graf­ískri  hönn­un við Lista­há­skóla Íslands. Eitt verk­anna á út­skrift­ar­sýn­ingu nema skól­ans var seðlabúnt með 20 þúsund 10.000 króna seðlum.

Um var að ræða prent­smiðjuprentaða seðla. Ein­hverj­ir þeirra munu hafa horfið af sýn­ing­unni þegar gest­ir tóku þá með sér sem minja­gripi. Ein­um var fram­vísað í mat­vöru­versl­un í byrj­un vik­unn­ar, eins og áður seg­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert