Tíuþúsundkallinn var hluti af lokaverkefni

mbl.is/Óðinn Þór Kjartansson

Upplýst hefur verið að tíu þúsund króna seðill sem notaður var í matvöruverslun á mánudag var hluti af lokaverkefni nema í grafískri  hönnun við Listaháskóla Íslands. Eitt verkanna á útskriftarsýningu nema skólans var seðlabúnt með 20 þúsund 10.000 króna seðlum.

Um var að ræða prentsmiðjuprentaða seðla. Einhverjir þeirra munu hafa horfið af sýningunni þegar gestir tóku þá með sér sem minjagripi. Einum var framvísað í matvöruverslun í byrjun vikunnar, eins og áður segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert