Frumkvöðlar í Landsbankanum

mbl.is

Í ljósi breyttra aðstæðna í efnahagslífinu hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Landsbankann ákveðið að opna nýtt viðskiptasetur þar sem einstaklingar fá aðstöðu og umgjörð til að vinna að viðskiptahugmyndum. Viðskiptasetrið hefur hlotið nafnið Torgið – viðskiptasetur. Landsbankinn mun leggja verkefninu til húsnæði og alla aðstöðu í skrifstofurými bankans í Austurstræti 16.

Húsnæðinu fylgir tölvubúnaður og skrifstofuhúsgögn fyrir allt að 25 manns, að því er segir í tilkynningu.

Torgið er reist á reynslu og þekkingu Impru á Nýsköpunarmiðstöð sem starfrækir þrjú önnur frumkvöðlasetur. Á Keldnaholti í Reykjavík eru tólf fyrirtæki. Á háskólasvæði Keilis eru átta fyrirtæki og einnig rekur Nýsköpunarmiðstöð frumkvöðlasetur á Höfn í Hornafirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert