Krefja Alcoa um svör

Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa á Íslandi.
Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa á Íslandi. Kristinn Ingvarsson

Náttúruverndarsamtök Íslands gera kröfu um að Alcoa tilgreini undanbragðalaust í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna álvers við Bakka, hvaðan fyrirtækið hyggist kaupa orku fyrir að allt að 346 þúsund tonna álver. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

„ Á bls. 36. í tillögu Alcoa að matsáætlun segir: Núverandi áform Alcoa gera ráð fyrir að álverið verði með 250.000 - 346.000 tonna ársframleiðslugetu og verði hugsanlega byggt í áföngum. Áfangaskipting liggur ekki fyrir á þessu stigi en hún mun ráðast af framboði á orku. Eina orkan sem nú er til skoðunar er frá jarðhitasvæðum í Þingeyjarsýslum og þau munu líklega duga fyrir álver með a.m.k. 250.000 tonna ársframleiðslugetu.

Ef viðbótarorka stendur til boða frá jarðhitasvæðunum t.d. vegna djúpborunarverkefna eða af landsnetinu þá er hugsanlegt að ársframleiðslugetan verði allt að 346.000 tonn, sem er sama stærð og Alcoa Fjarðaál. Engin áform eru af hálfu Alcoa að fá orku frá öðrum svæðum," að því er segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

Í því sambandi hefur verið bent á virkjun Skjálfandafljóts, virkjuna jökulvatna Skagafjarðar eða virkjun Dettifoss. „Hér er um afar verðmæt svæði að ræða, ekki síst fyrir ferðaþjónustu og hafa skal í huga að Jökulsá á Fjöllum skal friðlýsa innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Í úrskurðarorði umhverisráðherra, dags. 31. júlí 2008, segir: Þegar litið er til ávinnings af samtíma mati, sem og stærðar, umfangs, og líklegra sammögnunaráhrifa hinna tengdu framkvæmda, telur ráðuneytið brýna þörf á því, með tilliti til markmiða laga nr. 106/2000, að tryggt sé með ótvíræðum hætti að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fari fram á sama tíma og að umhverfisáhrif þeirra liggi fyrir í heild sinni áður en leyfi fyrir einstökum framkvæmdum er veitt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert