Krefja Alcoa um svör

Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa á Íslandi.
Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa á Íslandi. Kristinn Ingvarsson

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands gera kröfu um að Alcoa til­greini und­an­bragðalaust í skýrslu um mat á um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmda vegna ál­vers við Bakka, hvaðan fyr­ir­tækið hygg­ist kaupa orku fyr­ir að allt að 346 þúsund tonna ál­ver. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

„ Á bls. 36. í til­lögu Alcoa að matsáætl­un seg­ir: Nú­ver­andi áform Alcoa gera ráð fyr­ir að ál­verið verði með 250.000 - 346.000 tonna árs­fram­leiðslu­getu og verði hugs­an­lega byggt í áföng­um. Áfanga­skipt­ing ligg­ur ekki fyr­ir á þessu stigi en hún mun ráðast af fram­boði á orku. Eina ork­an sem nú er til skoðunar er frá jarðhita­svæðum í Þing­eyj­ar­sýsl­um og þau munu lík­lega duga fyr­ir ál­ver með a.m.k. 250.000 tonna árs­fram­leiðslu­getu.

Ef viðbót­ar­orka stend­ur til boða frá jarðhita­svæðunum t.d. vegna djúp­bor­un­ar­verk­efna eða af landsnet­inu þá er hugs­an­legt að árs­fram­leiðslu­get­an verði allt að 346.000 tonn, sem er sama stærð og Alcoa Fjarðaál. Eng­in áform eru af hálfu Alcoa að fá orku frá öðrum svæðum," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um Íslands.

Í því sam­bandi hef­ur verið bent á virkj­un Skjálf­andafljóts, virkj­una jök­ul­vatna Skaga­fjarðar eða virkj­un Detti­foss. „Hér er um afar verðmæt svæði að ræða, ekki síst fyr­ir ferðaþjón­ustu og hafa skal í huga að Jök­ulsá á Fjöll­um skal friðlýsa inn­an Vatna­jök­ulsþjóðgarðs.

Í úr­sk­urðarorði um­hver­is­ráðherra, dags. 31. júlí 2008, seg­ir: Þegar litið er til ávinn­ings af sam­tíma mati, sem og stærðar, um­fangs, og lík­legra sam­mögn­un­ar­áhrifa hinna tengdu fram­kvæmda, tel­ur ráðuneytið brýna þörf á því, með til­liti til mark­miða laga nr. 106/​2000, að tryggt sé með ótví­ræðum hætti að mat á um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmd­anna fari fram á sama tíma og að um­hverf­isáhrif þeirra liggi fyr­ir í heild sinni áður en leyfi fyr­ir ein­stök­um fram­kvæmd­um er veitt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka