Máli flugumferðarstjóra vísað heim

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lofts Jóhannssonar flugumferðarstjóra gegn ríkinu og vísað því heim í hérað á ný til munnlegs málflutnings og dómsálagningar. Loftur krafði íslenska ríkið um leiðréttingu á launum upp á rúmar tvær milljónir króna, í samræmi við úrskurð samgönguráðuneytisins.

Fjármálaráðuneytið var á annarri skoðun og hafnaði leiðréttingu. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfu Lofts í vor en Hæstiréttur segir að héraðsdómur hafi ekki tekið afstöðu til meginmálsástæðu Lofts. Því verði ekki hjá þvíkomist að ómerkja dóm héraðsdóms og vísa málinu heim.

Dómur Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert