Samskipti við IMF í hnút

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir engin skilyrði í samkomulaginu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hvað varði lausn deilunnar við Breta vegna Icesave reikninganna. Bretar og Hollendingar eigi hinsvegar sæti í stjórninni og hafi tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á afgreiðslu málsins hjá stjórninni. Sá möguleiki sé því fyrir hendi að þetta hafi áhrif á niðurstöðuna.  Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna skoraði á ríkisstjórnina að aflétta leynd af þessum skilmálum  og kallaði aðferðir stjórþjóðanna fjárkúgun. Fjármálaráðherra sagði skilmálanna bundna trúnaði að það yrði farsælli lausn síst til framdráttar ef Íslendingar afléttu leyndinni einhliða. Málin væru í slíkum hnút að ekki væri á það ábætandi.

Myndskeið frá MBL Sjónvarp á leiðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka