Spá 40% lækkun íbúðaverðs

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Seðlabanki Íslands ger­ir ráð fyr­ir að íbúðaverð lækki um meira en 40% að raun­v­irði á spá­tíma­bil­inu, sem nær til árs­ins 2011, og hef­ur þá lækkað um hátt í helm­ing frá því það náði há­marki árið 2007. Þetta er meiri lækk­un en í fyrri spám Seðlabank­ans, enda ljóst að fjár­málakrepp­an, meiri verðbólga, verri fjár­hags­staða heim­ila og brott­flutn­ing­ur fólks mun þrýsta verðinu enn meira niður en ella hefði orðið.

Gangi spá­in eft­ir yrði verð lækk­un­in svipuð og eft­ir bankakrepp­una í Finn­landi á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar, að því er fram kem­ur í Pen­inga­mál­um Seðlabanka Íslands.

Spá mesta sam­drætti í einka­neyslu frá upp­hafi mæl­inga

Gert er ráð fyr­ir um 7½% sam­drætti einka­neyslu á þessu ári og um fjórðungs sam­drætti á næsta ári. Gangi spá­in eft­ir yrði það lang­mesti sam­drátt­ur einka­neyslu á einu ári frá því að mæl­ing­ar hóf­ust.

Hann er nokkru meiri en að meðaltali í ýms­um lönd­um sem hafa gengið í gegn­um fjár­málakreppu, en sam­drátt­ur á bil­inu 10-18% hef ur verið al­geng­ur. Ekki er gert ráð fyr­ir að einka­neysla vaxi á ný fyrr en um miðbik árs­ins 2010 en að þá taki við öfl­ugt vaxt­ar­skeið sem yrði í sam­ræmi við reynslu annarra landa af fjár­málakrepp­um.

Þannig er spáð tæp­lega 10% vexti einka­neyslu árið 2011 og enn frek­ari vexti þegar horft er lengra fram á veg­inn. Hlut­fall einka­neyslu af ráðstöf­un­ar­tekj­um lækk­ar þó var­an­lega í spánni, þ.e.a.s. sparnaður eykst eft­ir að hafa orðið fyr­ir mikl­um skaða.

Eig­in­fjárstaða heim­ila versn­ar til muna

Gert er ráð fyr­ir að heim­il­in leit­ist við að bæta hann upp með aukn­um sparnaði, eins og alþjóðleg reynsla af fjár­málakrepp­um bend­ir til.

„Eig­in­fjárstaða heim­ila hef­ur versnað til muna Eign­ir heim­ila að frá­tal­inni líf­eyriseign námu u.þ.b. 3.770 ma.kr. í lok ann­ars fjórðungs í ár og höfðu á heild­ina minnkað lít­il­lega frá ára­mót­um. Virði hluta­bréfa og fyr­ir­tækja­skulda­bréfa hef­ur hrunið frá ára­mót­um og ein­stak­ling­ar tapað hluta af eign­um sín­um í pen­inga markaðssjóðum inn­láns­stofn­ana. Líf­eyr­is­sjóðir lands­manna hafa einnig tapað veru­leg­um fjár­hæðum.

Við það bæt­ist mik­il raun­lækk­un fast eigna­verðs í ár og á næstu árum. Skuld­ir heim­ila námu 1.760 ma.kr. í lok ann­ars árs­fjórðungs og höfðu auk­ist um rúma 200 ma.kr. frá ára­mót­um. Hluta af þeirri aukn­ingu má rekja til geng­is­lækk­un­ar krón­unn­ar en í lok júní sl. námu geng­is­bund­in lán tæp­lega 18% af heild­ar­skuld­um heim­ila við lána kerfið. Geng­is­lækk­un­in eft­ir það og í kjöl­far bankakrepp­unn­ar mun valda langvar­andi lækk­un eig­in­fjár­stöðu heim­il­anna og auka greiðslu byrði þeirra, um leið og at­vinnu- og eigna­tekj­ur margra heim­ila drag­ast sam­an," sam­kvæmt Pen­inga­mál­um.

Mjög erfið staða heim­ila sem hafa tekið geng­islán

Staða heim­ila sem tekið hafa stór er­lend lán á sl. ári kann að verða mjög erfið. Greiðslu­byrði þess­ara heim­ila hef­ur í sum­um til­vik­um tvö­fald­ast, bæði vegna geng­is­lækk­un­ar og hærri vaxta, og eigið fé þurrk­ast út.

Hversu mörg heim­ili lenda í erfiðleik­um ræðst að miklu leyti af því hversu mikið at­vinnu­leysið verður og hve lengi hið lága raun­gengi var­ir, en van­skil munu ef­laust aukast og gjaldþrot­um fjölga á næstu mánuðum.

Til að koma í veg fyr­ir gjaldþrot heim­ila og fyr­ir­tækja sem við eðli­leg skil­yrði ættu sér góða lífs­von kann að vera nauðsyn­legt að end­ur­fjármagna skuld­ir þeirra, að því er seg­ir í Pen­inga­mál­um.

Sam­drátt­ur íbúðafjár­fest­ing­ar var þegar haf­inn áður en fjár­málakrepp­an reið yfir, eft­ir 75% vöxt á ár­un­um 2002 til 2007.  Þreng­ing­ar á lána­mörkuðum, vax­andi of­fram­boðs íbúðar­hús­næðis, raun­lækk­un­ar íbúðaverðs og minnk­andi kaup­mátt­ar ráðstöf­un­ar­tekna var þegar farið að gæta, sam­kvæmt Pen­inga­mál­um.

For­send­ur fyr­ir fram­kvæmd­um brostn­ar

Banka- og gjald­eyri­skrepp­an skerp­ir á áhrif um allra þess­ara þátta. Því má gera ráð fyr­ir að sam­drátt­ur íbúða fjár­fest­ing­ar verði mun meiri og lang­vinn­ari en áður hef­ur verið reiknað með.

Spáð er u.þ.b. þriðjungs sam­drætti í ár og tæp­lega fjórðungs sam­drætti á næsta ári. Til vís­bend­ing­ar um sam­drátt­inn er að bygg­ing­araðilar hafa skilað tölu­verðum hluta þeirra lóða sem út­hlutað hef­ur verið sl. ár.

Gangi spá­in eft­ir verður hlut­fall íbúðafjár­fest­ing­ar af lands­fram­leiðslu tæp­lega 3½% næstu árin sem er tölu­vert und­ir 6% meðaltali síðustu fjög­urra ára­tuga, en ná­lægt því hlut­falli sem ríkti í kjöl­far efna­hags­lægðar á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Ráðist hef­ur verið í um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir við bygg­ingu stór versl­ana, hót­ela og skrif­stofu­hús­næðis að und­an­förnu. Vinna hef­ur í sum­um til­vik­um þegar stöðvast, enda ljóst að for­send­ur þeirr­ar starf­semi sem átti að vera í bygg­ing­un­um eru brostn­ar og ör­ugg fjár­mögn­un því ekki leng­ur fyr­ir hendi. Bygg­ing­ariðnaður­inn verður því að lík­ind­um illa úti eins og al­gengt er á sam­drátt­ar­tím­um og þegar eru teikn um," seg­ir í Pen­inga­mál­um Seðlabanka Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka