Stýrivextir áfram 18%

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Mbl.is/Brynjar Gauti

Banka­stjórn Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að halda stýri­vöxt­um óbreytt­um í 18% en þeir voru hækkaðir úr 12% í síðustu viku í takt við vilja­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins (IMF). Reiknað er með því að fram­kvæmda­stjórn IMF taki ákvörðun um lán til Íslands á morg­un.

Seg­ir á vef Seðlabank­ans að grein­ing bank­ans á stöðu og horf­um í efna­hags­mál­um mun birt­ast í Pen­inga­mál­um á heimasíðu bank­ans í dag um kl. 11.

„Sem kunn­ugt er mót­ast stefn­an í efna­hags­mál­um á næst­unni í sam­vinnu við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn. Bú­ist er við að end­an­leg ákvörðun liggi brátt fyr­ir og að aðgerðaráætl­un birt­ist í kjöl­farið. Banka­stjórn Seðlabank­ans mun greina frá stefn­unni í pen­inga­mál­um í fram­haldi þess," að því er seg­ir á vef Seðlabanka Íslands.

Pen­inga­mála­stefn­an ekki leng­ur í hönd­um Seðlabank­ans

Í Morgun­korni Glitn­is í gær kom fram að  Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hef­ur í sam­vinnu við rík­is­stjórn­ina tekið við stjórn­un pen­inga­mála, a.m.k tíma­bundið. Vaxta­hækk­un­ina átti að fram­kvæma áður en fram­kvæmda­stjórn IMF tæki ákvörðun um hugs­an­legt lán til Íslands og legði bless­un sína yfir aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar og sjóðsins.

Velti Grein­ing Glitn­is því fyr­ir sér í gær hvort löngu boðaður vaxta­ákvörðun­ar­dag­ur Seðlabanka Íslands í dag hafi nokkra þýðingu þar sem ljóst sé að það er ekki í hönd­um bank­ans að ákveða vexti.

„Ljóst er að bank­inn vill ekki setja hugs­an­lega lán­veit­ingu IMF í upp­nám og mun því halda vöxt­um óbreytt­um. Eng­in óvissa virðist um það og vaxta­ákvörðun­ar­dag­ur­inn að því leyt­inu til óþarf­ur. Það sem verður hins veg­ar áhuga­vert er að heyra umræðu banka­stjóra Seðlabank­ans um stöðu bank­ans í þessu nýja um­hverfi," að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is í gær.

Vafi um lán­veit­ingu

Í Morg­un­blaðinu í dag er greint frá því að  sum ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafa látið að því liggja að afstaða þeirra í stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins til láns til Íslands geti ráðist af því hvort niðurstaða fá­ist í deil­um Íslend­inga við Hol­lend­inga og Breta vegna Ices­a­ve-reikn­ing­anna.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var stjórn­ar­fundi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, sem halda átti í fyrra­dag, frestað til föstu­dags, vegna þess­ar­ar af­stöðu Breta og Hol­lend­inga. Sömu heim­ild­ir herma að rík­is­stjórn Íslands sé nú ugg­andi um hvers kon­ar af­greiðslu láns­um­sókn Íslands hjá IMF fær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert