Þingmenn EFTA hafa áhyggjur af Íslandi

Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir mbl.is/Jim Smart

„Við fundum fyrir miklum samhug en einnig áhyggjum af Íslandi og almennt af stöðu alþjóðlega fjármálakerfisins,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA. Nefndin sat fundi þingmannanefnda EFTA og EES í Brussel 3.-4. nóvember sl. Þar var m.a. fjallað um fjármálakreppuna, framtíðarhorfur EES-samstarfsins, þróunarsjóð EFTA og áætlanir ESB á sviði menntunar og rannsókna.

Íslenska sendinefndin fékk efnahagsástandið hér tekið á dagskrá. Gat hún því gert grein fyrir ástandinu og sjónarmiðum Íslands og leiðrétt misskilning. Nokkrar umræður urðu um hugsanlega fyrirgreiðslu neyðarlánasjóðs ESB og um áhrif deilna Íslands við aðildarríki ESB. „Við komum því skýrt á framfæri að það mætti ekki tengja þetta saman og þrýsta okkur upp í horn í þessu viðkvæma ástandi,“ sagði Katrín. „Við fundum einnig að mönnum var ekki sama um hvernig Bretar komu fram við okkur. Menn töldu að nágrannar okkar og vinir þyrftu að bregðast við ástandinu.“ Auk Katrínar voru í nefndinni Bjarni Benediktsson, Árni Þór Sigurðsson, Illugi Gunnarsson og Ármann Kr. Ólafsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert