Þingmenn með bundið fyriraugun

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ríkissjtórnina hafa brugðist við bankakreppunni,eð róttækari hætti en ríkisstjórnir flestra annarra landa. Brýnt sé að koma á starfhæfu bankakerfi og stöðugleika í gengi. Það þurfi að styrkja gjaldeyrisforðann og auka möguleika á lánsfé erlendis. Án aðkomu sjóðsins sé ekki hægt að tryggja nægilegt lánsfé. Ráðherrann greindi frá því að nú væri gert ráð fyrir að gengið yrði  frá láninu næstkomandi mánudag.

Geir fór yfir þær aðgerðir sem kynntar hafa verið varðandi frystingu íbúðalána, heimild fóks til að leigja íbúðir sem það missir í hendur lánardrottna, heimildir til að halda hlutastarfi án þess að atvinnuleysisbætur skerðist, lengri tíma sem hægt sé að fá tekjutengdar bætur og samstarfi við háskóla og framhaldsskóla um aukið námsframboð fyrir atvinnulausa. Hann sagði mikla erfiðleika blasa við, mikið atvinnuleysi, tíu prósenta samdrátt í landsframleiðslu, auk tekjutaps ríkissjóðs, og tólf prósenta kaupmáttarrýrnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert