Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF

Fulltrúar IMF á Íslandi fyrir skömmu.
Fulltrúar IMF á Íslandi fyrir skömmu. mbl.is/Kristinn

Sum ríki Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hafa látið að því liggja að afstaða þeirra í stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (IMF) til láns til Íslands geti ráðist af því hvort niðurstaða fá­ist í deil­um Íslend­inga við Hol­lend­inga og Breta vegna Ices­a­ve-reikn­ing­anna.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var stjórn­ar­fundi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, sem halda átti í fyrra­dag, frestað til föstu­dags, vegna þess­ar­ar af­stöðu Breta og Hol­lend­inga. Sömu heim­ild­ir herma að rík­is­stjórn Íslands sé nú ugg­andi um hvers kon­ar af­greiðslu láns­um­sókn Íslands hjá IMF fær.

Alan Seattler, full­trúi fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, og Natasha Butler, full­trúi ráðherr­aráðs ESB, gáfu þetta sterk­lega og ít­rekað í skyn á fundi með ís­lenskri þing­manna­nefnd í Brus­sel fyrr í vik­unni.

Árni Þór Sig­urðsson, alþing­ismaður og full­trúi í ís­lensku nefnd­inni, sagði að Seattler hefði einnig sagt að hugs­an­legt lán úr neyðarsjóði ESB til Íslands yrði vænt­an­lega háð lausn á deil­um Íslend­inga við ein­stök ESB-ríki. „Ég brást við þessu og sagði að mér fynd­ist þetta nán­ast vera eins og fjár­kúg­un. Með þessu væri verið að segja að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar, sem eru inn­an­búðar í Evr­ópu­sam­band­inu, gætu sett okk­ur alla skil­mála þar – hvað þyrfti að gera gagn­vart þeim til þess að svona lán­veit­ing gengi í gegn,“ sagði Árni Þór.

Emb­ætt­is­menn­irn­ir reyndu þá að draga í land og sögðu að þetta væri ekki þannig hugsað.

Árni Þór Sig­urðsson sagði að engu að síður hefði all­ur mál­flutn­ing­ur þeirra verið á einn veg og margít­rekaður með þunga á fund­in­um með ís­lensku þing­mönn­un­um í Brus­sel.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert