Verðhækkanir í IKEA

IKEA
IKEA mbl.is/Eyþór

Verð á vör­um IKEA mun frá og með deg­in­um í dag hækka um að jafnaði 25%. Vöru­verð breyt­ist mis­mikið milli vöru­liða og vöru­flokka en jóla­vör­ur munu ekki hækka. Aldrei áður í 28 ára sögu IKEA á Íslandi hef­ur það gerst að hækka þurfi verðið á miðjum gild­is­tíma IKEA bæk­lings­ins, seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Þór­ar­inn Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri IKEA, seg­ir að verðhækk­an­irn­ar taki gildi í dag en 7-10 daga muni taka að klára að verðmerkja all­ar deild­ir upp á nýtt. Bú­ast megi við að frá og með deg­in­um í dag hækki verð í 1-2 deild­um á dag þar til verðum í öll­um deild­um hef­ur verið breytt.

Spurður hvernig fólk geti nálg­ast nýju verðin fyrst IKEA bæk­ling­ur­inn sem gef­inn var út í ág­úst gildi ekki leng­ur, seg­ir hann að verðin á vefn­um, ikea.is, verði upp­færð jafnóðum. Hins veg­ar geti fólk nán­ast bætt 25% við öll verðin í bæk­lingn­um.

Þór­ar­inn seg­ir að verðtil­boð í eld­hús, sem fólk hef­ur látið teikna og hanna fyr­ir sig, standi.

Í frétt í Morg­un­blaðinu í októ­ber sagði Þór­ar­inn að verð í IKEA myndi ekki hækka þar sem stefna fyr­ir­tæk­is­ins væri sú að þau verð sem gef­in voru út í lok ág­úst gildi til loka ág­úst­mánaðar árið eft­ir.  „Þá var maður nokkuð bjart­sýnn,“ seg­ir Þór­ar­inn. „Þá var talað um að fá lán hjá Rúss­um og IMF og þetta átti að ganga hratt fyr­ir sig. Nú erum við búin að bíða og bíða og það eina sem ger­ist er að evr­an verður sterk­ari og krón­an veik­ari og í raun­inni lít­ur ekki út fyr­ir að það lag­ist á næst­unni. Við ein­fald­lega gát­um ekki rekið þetta áfram að öllu óbreyttu en að sjálf­sögðu von­um við að þetta jafni sig og við get­um farið aft­ur í gamla verðið. Ég ætla alls ekki að úti­loka það.“

„Þetta eru þung og erfið skref að taka svona ákvörðun,“ seg­ir Þór­ar­inn og bæt­ir við að aldrei áður í 28 ára sögu IKEA á Íslandi hafi verð verið hækkað á miðjum gild­is­tíma bæk­lings­ins.  „Þetta lýs­ir því hvernig ástandið er.“

Þór­ar­inn tek­ur þó fram að mat­ur­inn á veit­ingastað IKEA muni ekki hækka í verði. Það staf­ar af því að mest­allt hrá­efnið er keypt inn­an­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert