Verður alltaf íslensk rannsókn

mbl.is/Kristinn

Söfnun gagna er hætt í bili vegna rannsóknar á viðskiptabönkunum á síðustu vikum starfsemi þeirra. Í fyrradag hætti Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, frumrannsókn á þessu eftir að óhlutdrægni hans var dregin í efa í fjölmiðlum. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari, sem fékk Boga til verksins, segir að ákveðið verði í dag eða á næstu dögum hvernig rannsókninni verður haldið áfram.

Bogi hefur lýst þeirri hugmynd að til verksins verði fengnir erlendir réttarendurskoðendur (e. forensic auditors). Sérfræðifyrirtækjum á því sviði verði heimilað að gera tilboð í rannsóknina. Valtýr segir þetta hafa verið hugmynd þeirra Boga allt frá byrjun. Hann hafi m.a. lýst henni fyrir allsherjarnefnd Alþingis 23. október síðastliðinn. Hins vegar sé það ekki einfalt mál og nauðsynlegt að afmarka rannsóknina með einhverjum hætti fyrst. Annars væri hún eins og óútfyllt ávísun sem gæti kostað ríkið nokkur hundruð milljónir.

Aðspurður segir Valtýr það ekki koma til greina að rannsóknin verði á ábyrgð erlendra aðila, og Íslendingar aðstoði aðeins við gerð hennar, en ekki öfugt. Til þess sé verkið of umfangsmikið að fara að vinna það frá grunni nú. „Þessi rannsókn myndi alltaf byggjast á þeirri gríðarlegu vinnu sem hefur þegar farið fram hjá FME og fleiri stofnunum. Svo yrði þetta auðvitað í samvinnu við innlenda sérfræðinga og undir stjórn ríkissaksóknara eða þess aðila sem þá færi með ákæruvald.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert