Verður alltaf íslensk rannsókn

mbl.is/Kristinn

Söfn­un gagna er hætt í bili vegna rann­sókn­ar á viðskipta­bönk­un­um á síðustu vik­um starf­semi þeirra. Í fyrra­dag hætti Bogi Nils­son, fyrr­ver­andi rík­is­sak­sókn­ari, frum­rann­sókn á þessu eft­ir að óhlut­drægni hans var dreg­in í efa í fjöl­miðlum. Valtýr Sig­urðsson rík­is­sak­sókn­ari, sem fékk Boga til verks­ins, seg­ir að ákveðið verði í dag eða á næstu dög­um hvernig rann­sókn­inni verður haldið áfram.

Bogi hef­ur lýst þeirri hug­mynd að til verks­ins verði fengn­ir er­lend­ir réttar­end­ur­skoðend­ur (e. for­ensic auditors). Sér­fræðifyr­ir­tækj­um á því sviði verði heim­ilað að gera til­boð í rann­sókn­ina. Valtýr seg­ir þetta hafa verið hug­mynd þeirra Boga allt frá byrj­un. Hann hafi m.a. lýst henni fyr­ir alls­herj­ar­nefnd Alþing­is 23. októ­ber síðastliðinn. Hins veg­ar sé það ekki ein­falt mál og nauðsyn­legt að af­marka rann­sókn­ina með ein­hverj­um hætti fyrst. Ann­ars væri hún eins og óút­fyllt ávís­un sem gæti kostað ríkið nokk­ur hundruð millj­ón­ir.

Aðspurður seg­ir Valtýr það ekki koma til greina að rann­sókn­in verði á ábyrgð er­lendra aðila, og Íslend­ing­ar aðstoði aðeins við gerð henn­ar, en ekki öf­ugt. Til þess sé verkið of um­fangs­mikið að fara að vinna það frá grunni nú. „Þessi rann­sókn myndi alltaf byggj­ast á þeirri gríðarlegu vinnu sem hef­ur þegar farið fram hjá FME og fleiri stofn­un­um. Svo yrði þetta auðvitað í sam­vinnu við inn­lenda sér­fræðinga og und­ir stjórn rík­is­sak­sókn­ara eða þess aðila sem þá færi með ákæru­vald.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert