Allar hliðar séu skoðaðar

Efnahags- og skattanefnd ræddi í morgun um stöðuna í efnahagslífinu …
Efnahags- og skattanefnd ræddi í morgun um stöðuna í efnahagslífinu ásam gestum, þar á meðal Gylfa Zoega prófessor. Árvakur/Golli

„Þetta var góður fund­ur og skyn­sam­leg umræða sem fór fram á hon­um. Það skipt­ir máli að all­ar hliðar máls­ins séu skoðaðar, áður en ákv­arðanir eru tekn­ar, og von­andi get­um við sem erum að leggja til úr­lausn­ir og greina vand­ann hjálpað til,“ seg­ir Gylfi Zoega hag­fræðipró­fess­or sem sat fund efna­hags- og skatta­nefnd­ar Alþing­is í morg­un. Auk full­trúa í nefnd­inni voru full­trú­ar frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, Alþýðusam­bands Íslands og Seðlabanka Íslands.

„Ég tel að það sé mjög brýnt að styðja við þá vinnu sem nú fer fram hjá stjórn­völd­um vegna greiðslu­vanda­mála heim­ila og fyr­ir­tækja. Það er fyrst og fremst það sem ég og Jón [Daní­els­son pró­fess­or, innsk. blm.] höf­um verið að gera með okk­ar grein­um,“ seg­ir Gylfi.

Hug­mynd­ir Gylfa og Jóns varðandi aðstoð við heim­il­in eru í fyrsta lagi að vernda þau fyr­ir ágangi kröfu­hafa. Í ann­an stað verði gef­inn kost­ur á greiðsluaðlög­un, svo sem í formi greiðslu­frests, leng­ing­ar lána og gjald­miðils­breyt­ing­ar. Í þriðja lagi verði boðið upp á færslu hús­næðislána í Íbúðalána­sjóð. Í fjórða lagi leggja Gylfi og Jón til að boðið verði upp á umbreyt­ingu lána í eign­ar­hlut hús­næðislán­veit­anda í fast­eign­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert