Geir staðfestir pólska aðstoð

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, á …
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, á blaðamannafundinum í dag

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, staðfesti á blaðamanna­fundi að pólsk stjórn­völd ætli að lána Íslend­ing­um 200 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala. Í há­deg­inu kannaðist for­sæt­is­ráðherra ekki við lánið sem greint var frá í er­lend­um fjöl­miðlum. Geir sagði að þetta hafi feng­ist staðfest í sam­tali fjár­málaráðherra Íslands og Pól­lands.

Aðspurður seg­ir Geir að ástæðan fyr­ir því að hann vissi  ekki um lánið frá Pól­verj­um skýrist af því að Pól­verj­ar leituðu til Svía. Pólski fjár­málaráðherr­ann sagði við Árna M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, í dag að þeir þekktu erfiðleika af þessu tagi auk þess sem fjöldi Pól­verja hafi starfað hér. Geir þakkaði Pól­verj­um fyr­ir stuðning­inn og seg­ir að um dreng­skap­ar­bragð sé að ræða.

Hann seg­ir að frum­kvæðið hafi al­gjör­lega komið frá Pól­verj­um líkt og Fær­ey­ing­um og fyr­ir það beri að þakka.

Til viðbót­ar við IMF hafa ís­lensk stjórn­völd rætt við hin Norður­lönd­in og Rússa um lán og síðan hafi bæði Fær­ey­ing­ar og Pól­verj­ar bæst við í þann hóp sem ætla að lána Íslend­ing­um, sagði Geir og bætti við að ekki hafi verið boðaður nýr fund­ur með Rúss­um um mögu­legt lán.

Geir sagði á fund­in­um að Jose Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, hafi boðið Íslend­ing­um lán úr neyðarsjóði Evr­ópu­sam­bands­ins. Hann hafi svarað bréf­inu strax og að Íslend­ing­ar myndu þiggja aðstoð úr sjóðnum. Af­greiðslan taki hins veg­ar með flýtimeðferð fjóra til sex mánuði og sé því ekki hluti af pakk­an­um nú með IMF. Geir sagði að fjár­málaráðherra hafi upp­lýs­ing­ar um að ekki sé um háar fjár­hæðir að ræða sem Íslend­ing­ar gætu fengið úr sjóðnum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert