Þeir sem lögðu í viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna hafa tapað 23,4 prósentum af uppsöfnuðum sparnaði sínum. 2.800 greiða reglulega í séreignasjóðinn. 60 eru byrjaðir að taka reglulega út úr honum og skerðast greiðslur þeirra.
Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir að hamfarir sem áttu sér stað í kjölfar hruns bankanna hafi leitt til 14,4 prósenta lækkunar. „Auk þess sem erlendir og innlendir markaðir, aðallega hlutabréfamarkaðir, hafa lækkað á árinu. Það þýðir að heildarlækkun á árinu á séreign er 23,4%,“ segir Guðmundur.