Ný bankaráð skipuð

mbl.is

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, tilkynnti um ný bankaráð á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum. Er það fjármálaráðherra sem skipar stjórnirnar og var það gert í samstarfi við stjórnarandstöðuna.

Ásmundur Stefánsson verður stjórnarformaður Landsbankans. Valur Valsson verður stjórnarformaður Glitnis og Magnús Gunnarsson verður formaður stjórnar Kaupþings. Björgvin segir að það verði hlutverk bankaráðanna að ráða í stöður bankastjóra og helstu stjórnunarstöður.

Stjórnarandstaðan fær tvo bankaráðsmenn af fimm í hverju bankaráði. Sjö konur eru í bankaráðunum þremur og 8 karlar.

Bankaráð Kaupþings: Formaður er Magnús Gunnarsson. Aðrir bankaráðsmenn eru Auður Finnbogadóttir, Erna Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og Drífa Sigfúsdóttir.

Bankaráð Landsbankans: Formaður er Ásmundur Stefánsson. Aðrir bankaráðsmenn eru Erlendur Magnússon, Stefanía Katrín Karlsdóttir, Salvör Jónsdóttir og Haukur Halldórsson.

Bankaráð Glitnis: Formaður er Valur Valsson. Aðrir bankaráðsmenn eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Katrín Ólafsdóttir, Guðjón Ægir Sigurjónsson og Ólafur Ísleifsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert