Ræða alvarlega efnahagsstöðu

Efnahags- og viðskiptanefnd hefur kallað Gylfa Zoega hagfræðiprófessor inn á …
Efnahags- og viðskiptanefnd hefur kallað Gylfa Zoega hagfræðiprófessor inn á sinn fund. Árvakur/Golli

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mun ræða við fulltrúa í efnahags- og skattanefnd Alþingis á fundi hennar sem hefst 08:30. Á dagskrá fundarins er heildstæð umfjöllun um áhrif stýrivaxta á atvinnulíf og efnahagsleg áhrif af falli bankakerfisins.

Gylfi og Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics, hafa í tvígang á skömmum tíma skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem þeir hvetja til þess að stjórnvöld grípi nú þegar til aðgerða til þess að forða fólki og fyrirtækjum frá gjaldþroti. Hugmyndir Gylfa og Jóns varðandi aðstoð við heimilin eru í fyrsta lagi að vernda þau fyrir ágangi kröfuhafa. Í annan stað verði gefinn kostur á greiðsluaðlögun, svo sem í formi greiðslufrests, lengingar lána og gjaldmiðilsbreytingar. Í þriðja lagi verði boðið upp á færslu húsnæðislána í Íbúðalánasjóð. Í fjórða lagi leggja Gylfi og Jón til að boðið verði upp á umbreytingu lána í eignarhlut húsnæðislánveitanda í fasteignum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka