Seðlabankinn dregur upp of dökka mynd í spá um horfur í efnahagsmálum að mati forsætisráðherra. Fjármálaráðuneytið er með aðra spá í undirbúningi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að útlitið sé svart en það þurfi að horfa á hlutina eins og þeir eru. Geir H. Haarde telur að næsta ár verði mjög erfitt en það fari að rofa til í ársbyrjun 2010. Hann setur spurningamerki við tíu prósenta atvinnuleysi í lok næsta árs. Spá Seðlabankans miðar við það að lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum gangi eftir.