Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma er að láta af störfum eftir um 40 ára starf. Eftirmaður Sigurðar sem dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma verður Þorsteinn Ólafsson sem tekur til starfa frá og með næstu áramótum.
Sigurður starfaði framan af sem sérfræðingur Sauðfjárveikivarnanna, sem þá var sér stofnun, síðan hjá yfirdýralæknisembættinu sem dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma og forstöðumaður Rannsóknadeildar dýrasjúkdóma sem staðsett var á Keldum, síðan hjá Landbúnaðarstofnun á Selfossi, nú Matvælastofnun.
Eftir Sigurð liggja fjölmargar greinar í erlendum vísindatímaritum og í íslenskum fagblöðum landbúnaðarins. Árið 2006 var hann sæmdur riddarakrossi fyrir störf sín í þágu dýralækninga og sjúkdómavarna.