Frá vinstri: Bára Mjöll Ágústsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar Samskipa, Auður
Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Samskipa, Ásbjörn Gíslason, forstjóri
Samskipa, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Kristín Völundardóttir,
sýslumaður, Árni Stefán Jónsson,stjórnarformaður Fræðslusetursins
Starfsmenntar og Hulda Anna Arnljótsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntar.
Samskip hf. hlaut í dag Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs 2008 í flokki fyrirtækja. Í flokki skóla og fræðsluaðila, hlaut Fræðslusetrið Starfsmennt í samstarfi við Sýslumannafélag Íslands verðlaun vegna verkefnisins Járnsíða.
Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs eru veitt þeim aðilum sem þykja vinna framúrskarandi starf á sviði starfsmenntunar á Íslandi. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í dag.
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa tekur við viðurkenningunni úr hendi
forseta Íslands.
Bára Mjöll Ágústsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar Samskipa, Ásbjörn
Gíslason, forstjóri Samskipa, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Auður Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Samskipa.