Vilja stjórn VR burt

Gunnar Páll Pálsson formaður VR
Gunnar Páll Pálsson formaður VR

„Við fór­um þarna inn í gær og rædd­um við for­mann­inn. Hann viður­kenndi mis­tök í sam­bandi við niður­fell­ing­ar hjá starfs­mönn­um Kaupþings en var ekki til­bú­inn að taka ábyrgð og víkja úr embætti,“ seg­ir Kristó­fer Jóns­son, fé­lags­maður í VR og einn skipu­leggj­enda mót­mæla­fund­ar við höfuðstöðvar VR í há­deg­inu. Kristó­fer seg­ir hvorki for­manni VR né öðrum stjórn­ar­mönn­um sætt eft­ir niður­fell­ing­ar ábyrgða hjá starfs­mönn­um Kaupþings.

Mik­il ólga er meðal fé­lags­manna í VR vegna ákvörðunar stjórn­ar Kaupþigns um að fella niður ábyrgðir starfs­manna bank­ans vegna lána sem tek­in voru til hluta­bréfa­kaupa. Gunn­ar Páll Páls­son, formaður VR sat í stjórn gamla Kaupþings­banka fyr­ir hönd Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna. Hann samþykkti niður­fell­ing­arn­ar lítk og aðrir í stjórn bank­ans. Stjórn VR þingaði um málið og lýsti yfir full­um stuðningi við for­mann­inn. Við það sætta fé­lags­menn sig ekki og vilja stjórn­ina burt.

„Ég er bú­inn að missa vinn­una líkt og marg­ir aðrir en ég sé ekki hverngi ég get treyst þessu fólki. Ég get með öðrum orðum ekki leitað til míns stétt­ar­fé­lags eins og staðan er,“ seg­ir Kristó­fer Jóns­son.

Mót­mæla­fund­ur­inn er boðaður klukk­an 12 við höfuðstöðvar VR í Húsi versl­un­ar­inn­ar í Kringl­unni.

„Ég vona að sem flest­ir mæti. Við höf­um aug­lýst þetta á Face­book og ég hvet alla til að sýna hug sinn. Við mun­um mæta þarna dag­lega þar til stjórn­in axl­ar ábyrgð og fer,“ seg­ir Kristó­fer Jóns­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert