Hátt í 20 þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt undir þakkir til Færeyinga fyrir stuðning þeirra í formi 6 milljarða króna láns sem þeir veittu Íslendingum á dögunum.
Segir á síðunni að tilgangurinn með henni sé að gefa Íslendingum kost á að koma þakklæti sínu á framfæri við Færeyinga vegna örlætis þeirra og vinarþels í garð íslensku þjóðarinnar á erfiðum tímum. „Vonandi getur þessi vettvangur með tímanum orðið til þess að efla samband okkar við þessa frændþjóð okkar sem alltaf er reiðubúin til aðstoðar við okkur, jafnvel þegar illa árar hjá þeim sjálfum,“ segir á síðunni.