Druslurnar sendar úr landi

Sveinbjörn Hansson og Dmitri Slobanovizt
Sveinbjörn Hansson og Dmitri Slobanovizt mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er prýðisgóð leið til þess að hreinsa til í bíla­flota lands­manna jafn­framt því að afla gjald­eyr­is inn í landið,“ seg­ir Svein­björn Hans­son, bíla­sali hjá Bíla­markaðnum við Reykja­nes­veg í Kópa­vogi, en þar á bæ hafa menn að und­an­förnu keypt gaml­ar bíldrusl­ur af land­an­um með það fyr­ir aug­um að selja þær úr landi til Íraks.

Alls er búið að kaupa um 110 bíla og voru fyrstu 20 bíl­arn­ir í gær á leið niður á höfn í gám og úr landi á leið til Ham­borg­ar en þaðan fara bíl­arn­ir áfram til Basra í Suður-Írak.

„Bíl­arn­ir þurfa bara að vera gang­fær­ir og með brems­ur í lagi, en þeir mega vera gaml­ir og ryðgaðir. Hins veg­ar vill viðskipta­vin­ur okk­ar ekki fá am­er­íska bíla,“ seg­ir Svein­björn og tek­ur fram að staðgreitt sé allt að 50 þúsund fyr­ir stykkið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka