Eggjum kastað í Alþingishúsið

Mótmælt við Alþingishúsið
Mótmælt við Alþingishúsið mbl.is/Júlíus

Fleiri þúsund manns eru í miðborg Reykja­vík­ur og mik­ill hiti í fólki. Er verið að kasta eggj­um í Alþing­is­húsið og áðan var fáni Bón­us dreg­inn á hún. Hann hef­ur nú verið tek­inn niður en lög­regla er fáliðuð og veit­ist mann­fjöld­inn að henni.Hef­ur fólk um­kringt Alþing­is­húsið og er lög­regla að hörfa und­an reiðum mót­mæl­end­um sem segj­ast vera bún­ir að fá nóg.

Einn hef­ur verið hand­tekn­inn af lög­reglu en fréttamaður mbl.is sem er á staðnum seg­ir að það sé frek­ar lít­ill hóp­ur sem veit­ist að lög­regl­unni. Alþing­is­húsið er allt þakið eggja­kless­um og jóg­úrt. 

Mótmælt í miðbænum
Mót­mælt í miðbæn­um mbl.is/​Júlí­us
Fólk hefur umkringt Alþingishúsið
Fólk hef­ur um­kringt Alþing­is­húsið mbl.is/​Július
Mótmælendur veitast að lögreglu.
Mót­mæl­end­ur veit­ast að lög­reglu. mbl.is/​júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert