41 einbýlishúsalóð, 16 rað- og parhúsalóðum og 2 fjölbýlishúsalóðum hefur verið skilað til borgarinnar á árinu, þar af 21 í október. Borgin hefur endurgreitt 1.470 milljónir kr. og endurgreitt 985 milljónir kr. vegna sex atvinnuhúsalóða.
„Við höfum áhyggjur af stöðunni,“ segir Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og framkvæmda- og eignaráðs. Enn sé ekki ljóst hvort taka þurfi lán til að endurgreiða lóðir. „Það blasir við að við þurfum að taka framkvæmdalán fyrir árið 2009. Auk þess að selja eignir þurfum við að selja þessar tilbúnu byggingarlóðir.“