Geir Jón: Lítið má út af bregða

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn er einn þeirra lögreglumanna sem eru …
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn er einn þeirra lögreglumanna sem eru við störf í miðborginni mbl.is/Júlíus

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, segir að lítið megi út af bera ef ekki eigi allt að sjóða upp úr í miðborginni. Um tvö þúsund manns tóku þátt í mótmælum á Austurvelli nú síðdegis og mikill hiti í fólki, að sögn Geir Jóns í samtali við mbl.is.

Hann segir að aukalið lögreglu sé tilbúið að grípa inn ef þurfa þykir. Ekki hafi enn þótt ástæða til þess að fá það til þess að koma lögreglu til aðstoðar sem er að störfum í miðbænum en reiði fólks hefur meðal annars beinst gegn lögreglunni.

Geir Jón segir að lögregla hafi ekki handtekið neinn í mótmælunum en rætt hafi verið við mann sem dró Bónusfána á hún á Alþingishúsinu í dag. Fáninn hafi verið tekinn niður en Alþingishúsið sé útatað í eggjum og jógúrti. Lögregla heldur sig til hlés og hefur fækkað verulega í mótmælahópnum frá því mest var en þeir sem voru á staðnum telja að fleiri þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum.

mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
Svona var umhorfs fyrir framan Alþingishúsið
Svona var umhorfs fyrir framan Alþingishúsið mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka