Nú stendur yfir keppni grunnskólanema á First Lego League-mótinu í Öskju við Sturlugötu. Þar er m.a. keppt í smíði á vélmennum úr tölvustýrðu LEGO og að forrita það til að leysa ákveðnar þrautir.
Meðal annars eru veittar viðurkenningar fyrir bestu lausn í þrautabraut, bestu hönnun og forritun á vélmenni, besta skemmtiatriði og besta rannsóknaverkefnið.
Þá verða FLL meistarar krýndir og hljóta þeir þátttökuréttindi á Evrópumóti FLL sem haldið er í maí í Evrópu.
Keppnin stendur yfir til klukkan 17 í dag og hér má nálgast nákvæma dagskrá keppninnar auk þess sem hægt er að horfa á keppnina í beinni útsendingu.