Útifundur verður haldinn á Austurvelli í dag klukkan 15:00. Frá Frá 11. október sl. hefur hópur fólks staðið fyrir mótmælafundum á Austurvelli vegna ástandsins sem skapast hefur í þjóðfélaginu undir yfirskriftinni „Breiðfylking gegn ástandinu".
Hópurinn, sem hefur það markmið að sameina þjóðina og stappa stáli í fólk, hefur fengið til liðs við sig ræðumenn sem víðast að úr þjóðfélaginu og hvatt félagssamtök til að standa saman og mæta á fundina, að því er fram kemur í tilkynningu.
Ræðumenn í dag: Sigurbjörg Árnadóttir, fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir, kennari og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Fundarstjóri er Hörður Torfason, tónlistarmaður.