Fjárhagsstaða sveitarfélaga verður mjög aðþrengd á næstunni. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir alls ekki hægt að útiloka hækkun á sköttum sveitarfélaganna, t.d. með hækkun á álagningarhlutfalli útsvars.
„Ég held að fólk myndi alveg skilja það, þótt ekki sé á bætandi,“ segir hann. Hámarksprósenta útsvars er í dag 13,03% og nýta 64 sveitarfélög þá heimild að fullu.
Þá er heldur ekki útilokað að sögn Halldórs að einstök sveitarfélög muni breyta fasteignaskattsálagningu. Sveitarfélögin hafa talsvert svigrúm til ákvörðunar skatta. Mörg þeirra hafa t.d. lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta á seinustu árum.