Þyngri álögur á íbúa?

Halldór Halldórsson
Halldór Halldórsson mbl.is/Ragnar Axelsson

Fjár­hags­staða sveit­ar­fé­laga verður mjög aðþrengd á næst­unni. Hall­dór Hall­dórs­son, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, seg­ir alls ekki hægt að úti­loka hækk­un á skött­um sveit­ar­fé­lag­anna, t.d. með hækk­un á álagn­ing­ar­hlut­falli út­svars.

„Ég held að fólk myndi al­veg skilja það, þótt ekki sé á bæt­andi,“ seg­ir hann. Há­marks­pró­senta út­svars er í dag 13,03% og nýta 64 sveit­ar­fé­lög þá heim­ild að fullu.

Þá er held­ur ekki úti­lokað að sögn Hall­dórs að ein­stök sveit­ar­fé­lög muni breyta fast­eigna­skattsálagn­ingu. Sveit­ar­fé­lög­in hafa tals­vert svig­rúm til ákvörðunar skatta. Mörg þeirra hafa t.d. lækkað álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­skatta á sein­ustu árum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert