Björgum Bjarna

Íslen­s­kur námsmaður í Danm­ör­ku seg­ist finna fy­r­ir mi­klum stuðningi meðal vina sinna og félaga, en hann greinir frá því að einn dans­kur félagi hans hafi stofnað hóp á Facebook sa­mf­élagssíðunni til að safna pening handa honum.

Bj­arni Þór Ha­raldsson, sem er á þriðja ári í tölvu­v­erkfræði við hásk­ólann í Ála­borg, hafði sa­mband við mbl.is og vildi koma jákvæðri frétt á framf­æri. Hann seg­ist hafa ky­nnst mikið af góðu og skem­m­t­ilegu fó­lki þar sem hann sé við nám.

Hann seg­ir að þegar fjár­m­álakr­eppan hafi skollið á af fu­llum þunga hafi hann fengið að hey­ra það öðru hver­ju. „Maður fékk alveg að vita það að við hefðum farið óva­rlega og gl­annalega og jafnvel farið fram með smá hr­oka,“ seg­ir Bj­arni.

„En nú hef­ur góður vinur minn hér í borg stofnað hóp á Facebook vefnum
til að safna pening handa mér.“ Hó­p­u­rinn heitir „Red Bj­arni!! Islandsk stud­er­ende der ikke kan få penge!!“

„Mér finnst þetta fallega gert og sýnir mikinn stuðning. Það er aðallega hu­gsunin sem mér finnst falleg,“ seg­ir Bj­arni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert