FME: Upplýsti ekki ráðherra

Fjármálaeftirlitið.
Fjármálaeftirlitið. mbl.is/Eyþór

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, upplýsti ekki Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra um vanda Landsbankans við stofnun dótturfélags um Icesave reikningana. Viðskiptaráðherra hefði þó vitað af tilvist reikninganna. Þetta kom fram í frétt RÚV í kvöld.

Viðskiptaráðherra kannaðist í fréttum Útvarps í gær ekki við að hafa vitað í vor að Landsbankinn hefði verið í vanda með stofnun dótturfélags um Icesave reikninga sína. Hann hafi fyrst í lok ágúst komið að málum, farið til Bretlands til að reyna að semja við bresk stjórnvöld um málið. Það stangast á við það sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur sagt.

Sigurður heldur því fram að Björgvin hafi vitað hvert stefndi í marsmánuði. Í sama streng tekur Jónas Fr. Jónsson. Hann segist þó ekki hafa rætt málið sérstaklega við Björgvin þar sem málið hafi verið í vinnslu hjá fjármálaeftirlitinu íslenska og því breska, segir á vef RÚV.

Í yfirlýsingu sem barst RÚV frá Jónasi Fr. Jónssyni eftir að fréttin var flutt í kvöldfréttum Útvarps segir eftirfarandi: 

„Tilurð Icesave reikninga í Bretlandi var almennt þekkt staðreynd og upplýsingar um þá lágu fyrir í uppgjörum og kynningum Landsbankans.  Málefni reikninganna og að unnið væri að breytingum félagsins í dótturfélag eða gerð samkomulags við breska Fjármálaeftirlitið um umgjörð reikninganna var ekki rætt við viðskiptaráðherra síðast liðið vor.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert