Hannes vísar ásökunum á bug

Hannes Smárason
Hannes Smárason mbl.is/Golli

Hann­es Smára­son hafn­ar því al­farið, sem fram kom í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins, að hann hafi sum­arið 2005, þegar hann var stjórn­ar­formaður FL, látið flytja án heim­ild­ar þrjá millj­arða króna af reikn­ing­um FL til Kaupþings í Lúx­em­borg, til þess að hjálpa Pálma Har­alds­syni við að greiða fyr­ir kaup­in á lággjalda­flug­fé­lag­inu Sterl­ing í Dan­mörku.

Hann­es hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu um málið sem er eft­ir­far­andi:

„Í til­efni af skrif­um blaðamanns Morg­un­blaðsins í sunnu­dags­blaðinu í dag og þeim aðdrótt­un­um sem þar eru þá er þeim al­farið hafnað. Eng­in lög voru brot­in eins og gefið er í skyn og er all­ur mál­flutn­ing­ur í frétt­inni afar ósmekk­leg­ur. FL group lét gera óháða út­tekt á þessu máli í aðdrag­anda aðal­fund­ar fé­lags­ins 2006 og hef­ur ít­rekað svarað þess­um full­yrðing­um.

Í þessu sam­bandi er rétt að rifja upp aðal­fund fé­lag­ins frá ár­inu 2006 þar sem þetta mál var til umræðu. Á fund­in­um komu fram spurn­ing­ar frá Vil­hjálmi Bjarna­syni um ólög­mæt­ar milli­færsl­ur og svör í tengsl­um við þess­ar meintu milli­færsl­ur fé­lags­ins, lög­mæti þeirra og niður­stöður sér­stakr­ar rann­sókn­ar sem stjórn fé­lags­ins lét fram­kvæma. Auðveld­ast er að vitna hér til orða Jóns S. Helga­son­ar end­ur­skoðanda hjá KPMG um þessi mál frá aðal­fund­in­um 2006:

„Jón S. Helga­son lög­gilt­ur end­ur­skoðandi hjá KPMG tók þvínæst til máls að beiðni Stjórn­ar­for­manns. Hann áréttaði að end­ur­skoðend­ur hefðu áritað síðasta upp­gjör fé­lags­ins án at­huga­semda og þar kæmi fram að þeir stydd­ust við alþjóðleg­ar regl­ur. Hann sagði að fram hefði farið skoðun á stærri færsl­um hjá FL Group á því tíma­bili (inn­skot: sum­arið 2005 sér­stak­lega) sem Vil­hjálm­ur Bjarna­son væri að spyrja um. Mál­um væri þannig háttað að tölu­verðir fjár­mun­ir væru í ávöxt­un á hverj­um tíma, en skemmst væri frá því að seigja að all­ar út­borg­an­ir fé­lags­ins hefðu skilað sér til baka með eðli­legri ávöxt­un inn­an mis­langs tíma og hann gæti staðfest að þar væru eng­ar slík­ar greiðslur sem Vil­hjálm­ur vísaði til“.

Þessi yf­ir­lýs­ing var birt og und­ir­rituð at­huga­semda­laust af fund­ar­stjóra og funda­rit­ara og var öll­um hlut­höf­um gef­inn kost­ur á að lesa hana yfir og koma með at­huga­semd­ir sem eng­ar bár­ust. Þá hafa hlut­haf­ar og fjöl­miðlar haft aðgang að fund­ar­gerðinni eins og lög kveða á um.


Einnig skal bent á að hlut­hafa­fund­ur al­menn­ings­hluta­fé­lags er æðsta vald fé­lags­ins og þar gefst öll­um kost­ur á að koma fyr­ir­spurn­um sín­um á fram­færi.

Virðing­ar­fyllst,

Hann­es Smára­son“.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert