18 þúsund sáu Bond um helgina

Ríflega átján þúsund sáu nýjustu James Bond myndina, Quantum of Solace, í kvikmyndahúsum borgarinnar um helgina. Hún var frumsýnd á föstudag. Jón Gunnar Geirdal, markaðsstjóri Senu, segir myndina þá best sóttu um fyrstu sýningarhelgi á árinu.

„Við bjuggumst við miklum látum,“ segir Jón Gunnar og er ánægður með að Bond hafi slegið Batman út. "Væntingar eru alltaf miklar til Bond, sérstaklega þar sem fyrri mynd Daniel Craig, Casino Royal, gekk svo vel en við bjuggumst ekki við svona rosalega góðum móttökum og að hún slæi þá mynd út. Myndin stefnir í að verða besta Bond mynd allra tíma.“ J

ón Gunnar segir nýju myndina svo vinsæla að hún geti slegið út Bond-myndinni Die Another Day frá árinu 2002 út. 65 þúsund sáu hana og var hún tekin að hluta til á Íslandi.

Jón Gunnar rýnir nú í sölutölurnar til að sjá hvort Quantum of Solace nái öðru sæti yfir best sóttu mynd á fyrstu sýningarhelgi, en hún slær þriðju Harry Potter-myndinni, sem um 22 þúsund sáu á frumsýningarhelgi, ekki út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert