Áframsendi gagnrýni á Valgerði

Bjarni Harðarson bað um að bréfið yrði sent nafnlaust á …
Bjarni Harðarson bað um að bréfið yrði sent nafnlaust á fjölmiðla. mbl.is/Ómar

Bjarni Harðar­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sendi í kvöld öll­um fjöl­miðlum í tölvu­póstaf­riti bréf tveggja flokks­bræðra sinna þar sem þeir gagn­rýna Val­gerði Sverr­is­dótt­ur, vara­formann flokks­ins og fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra, harðlega fyr­ir þátt henn­ar í einka­væðingu bank­anna á sín­um tíma og af­stöðu til Evr­ópu­sam­bandsaðilar.

Í orðsend­ingu til aðstoðar­manns síns biður hann um að hann sendi bréfið fjöl­miðlum úr nafn­lausu tölvu­póst­net­fangi og má af því ráða að bréfið hafi farið fyr­ir mis­tök úr tölvu­póst­fangi Bjarna beint á fjöl­miðla. Í öðrum tölvu­pósti sem send­ur var fjöl­miðlum kortéri síðar biður hann um að horft sé fram hjá fyrri send­ingu hans.

Innt­ur eft­ir því hvers vegna hann hafi beðið aðstoðarmann sinn um að senda bréfið nafn­laust til fjöl­miðla seg­ir Bjarni það hafa verið sam­blöndu af hvat­vísi og hálf­kær­ingi. „Við höfðum nú rætt um þetta bréf í síma rétt áður og það var nú ekki staðfast­ur ásetn­ing­ur að þetta yrði sent held­ur sendi ég þetta og hringdi svo í hann og hafði ekki gert mér grein fyr­ir mis­tök­un­um þá.“

Hann seg­ist hafa  í sím­tal­inu beðið aðstoðarmann sinn um að hinkra með send­ing­una en þá hafi komið í ljós að það væri of seint. „Þetta er gert í mik­illi hvat­vísi og ég bið bæði bréf­rit­ar­ana og Val­gerði vel­v­irðing­ar á því.“ 

En tel­ur Bjarni ekki ódrengi­legt af sinni hálfu gagn­vart Val­gerði að óska eft­ir því að bréfið sé sent nafn­laust á fjöl­miðla?

„Það er al­veg rétt mat hjá þér, enda end­ur­skoðaði ég þá hug­mynd strax í sím­tali við minn aðstoðarmann á eft­ir.“ 

Hvað með flokk­inn, það hef­ur ekki bein­lín­is verið lygnt í þing­flokk Fram­sókn­ar­flokks­ins á und­an­förn­um miss­er­um?

„Það hef­ur verið mjög mik­ill ágrein­ing­ur í flokkn­um um Evr­ópu­mál­in,“ svar­ar Bjarni. „Það end­ur­spegl­ast í skrif­um þeirra fé­laga fyr­ir norðan. Það er ekk­ert nýtt við það.“

Bréfið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert