Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Bresk stjórn­völd segj­ast styðja um­sókn Íslend­inga um lán frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum, IMF, heils­hug­ar. Þetta var haft eft­ir tals­manni breska fjár­málaráðuneyt­is­ins í frétt­um Útvarps­ins. 

Talsmaður ráðuneyt­is­ins bætti við Ísland geti hins veg­ar ekki vænst þess að fá sérmeðferð hjá sjóðnum. Regl­ur hans kveði skýrt á um að um­sækj­end­ur verði að hafa kom­ist að sam­komu­lagi við sína lána­drottna.

Blaðafull­trúi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins upp­lýsti frétta­stofu Útvarps­ins í dag, um að enn væri óákveðið hvenær stjórn­in af­greiddi láns­um­sókn Íslend­inga án þess þó að út­skýra nán­ar í hverju töf­in lægi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka