Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Bresk stjórnvöld segjast styðja umsókn Íslendinga um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF, heilshugar. Þetta var haft eftir talsmanni breska fjármálaráðuneytisins í fréttum Útvarpsins. 

Talsmaður ráðuneytisins bætti við Ísland geti hins vegar ekki vænst þess að fá sérmeðferð hjá sjóðnum. Reglur hans kveði skýrt á um að umsækjendur verði að hafa komist að samkomulagi við sína lánadrottna.

Blaðafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins upplýsti fréttastofu Útvarpsins í dag, um að enn væri óákveðið hvenær stjórnin afgreiddi lánsumsókn Íslendinga án þess þó að útskýra nánar í hverju töfin lægi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert