Flugfélag Vestmannaeyja mun ekki fljúga á Bakkaflugvöll í vetur eða frá 13. nóvember til 1. apríl 2009. Ástæðan er sögð mikil fækkun farþega hjá félaginu eftir að ríkisstyrkt flug hófst á flugleiðinni Vestmannaeyjar-Reykjavík árið 2006.
Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu, sem vitnað er til á vefnum eyjafréttum.is, að frá þeim tíma hefur farþegum á flugleiðinni Vestmannaeyjar-Bakki fækkað um 25% eða úr rúmlega 30 þúsund á ári í 22 þúsund.