Fljúga ekki á Bakka í vetur

Frá Bakkaflugvelli í Landeyjum. Vestmannaeyjar eru í baksýn.
Frá Bakkaflugvelli í Landeyjum. Vestmannaeyjar eru í baksýn.

Flug­fé­lag Vest­manna­eyja mun ekki fljúga á Bakka­flug­völl í vet­ur eða frá 13. nóv­em­ber til 1. apríl 2009.  Ástæðan er sögð mik­il fækk­un farþega hjá fé­lag­inu eft­ir að rík­is­styrkt flug hófst á flug­leiðinni Vest­manna­eyj­ar-Reykja­vík árið 2006. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu, sem vitnað er til á vefn­um eyja­f­rétt­um.is, að frá þeim tíma hef­ur farþegum á flug­leiðinni Vest­manna­eyj­ar-Bakki fækkað um 25% eða úr rúm­lega 30 þúsund á ári í 22 þúsund.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert