Jón Ásgeir Jóhannesson situr enn í stjórnum þrettán íslenskra félaga, að því er fram kemur í upplýsingum frá Creditinfo Ísland, og Páll Ásgrímsson hdl. vísar til í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Páll telur að Jón Ásgeir hefði átt að segja af sér stjórnarsetu eftir að hafa hlotið skilorðsbundinn refsidóm í Baugsmálinu. Hann skorar á forstöðumann Hlutafélagaskrár að sinna skyldu sinni að eigin frumkvæði og beina þeim tilmælum til Jóns Ásgeirs að hann víki úr stjórnum og láti af störfum sem framkvæmdastjóri í íslenskum hlutafélögum og einkahlutafélögum að viðlögðum dagsektum.