Lést af völdum áverka

Lögreglan.
Lögreglan.

Rann­sókn hef­ur leitt í ljós að maður­inn sem lést í sum­ar­bú­stað í Gríms­nesi að morgni laug­ar­dags, var með áverka af manna­völd­um. Dánar­or­sök ligg­ur ekki fyr­ir enn sem komið er en beðið er eft­ir niður­stöðu úr rétt­ar­krufn­ingu. Einnig er beðið niður­stöðu vett­vangs­rann­sókn­ar sem Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hafði með hönd­um.

Fjór­ir hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins til 28. nóv­em­ber, tveir karl­menn og tvær kon­ur á aldr­in­um 18 til 32 ára. All­ir sem voru í bú­staðnum eru af er­lend­um upp­runa og samland­ar manns­ins sem lést. Yf­ir­heyrsl­um yfir þeim hand­teknu verður fram­haldið í dag.

Maður­inn sem lést var fædd­ur 1970, bú­sett­ur í Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert