Rannsókn hefur leitt í ljós að maðurinn sem lést í sumarbústað í Grímsnesi að morgni laugardags, var með áverka af mannavöldum. Dánarorsök liggur ekki fyrir enn sem komið er en beðið er eftir niðurstöðu úr réttarkrufningu. Einnig er beðið niðurstöðu vettvangsrannsóknar sem Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði með höndum.
Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins til 28. nóvember, tveir karlmenn og tvær konur á aldrinum 18 til 32 ára. Allir sem voru í bústaðnum eru af erlendum uppruna og samlandar mannsins sem lést. Yfirheyrslum yfir þeim handteknu verður framhaldið í dag.
Maðurinn sem lést var fæddur 1970, búsettur í Reykjavík.