Ríflega helmingur ánægður með Geir

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde Johannes Jansson

Ríf­lega helm­ing­ur lands­manna eða 52 9% þeirra sem tóku þátt í könn­un Capacent Gallup töldu Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra hafa staðið sig vel und­an­farið. Tæp­lega 17% telja hann hvorki hafa staðið sig vel né illa og rúm­lega 30% telja hann hafa staðið sig illa. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags­málaráðherra naut mestra vin­sælda meðal þeirra sem tóku þátt í könn­un­inni en um 71% aðspurðra var sátt­ur við störf Jó­hönnu.

Könn­un­in sem var net­könn­un var gerð dag­ana 16.-27. októ­ber. Í úr­taki voru 1200 manns úr Viðhorfa­hópi Gallup á aldr­in­um 16-75 ára. Svar­hlut­fall var 63,1%.

Mark­tæk­ur mun­ur er á af­stöðu fólks eft­ir aldri, mennt­un og stjórn­mála­skoðun. Fólk á aldr­in­um á aldr­in­um 55-75 ára er lík­legra til að telja að Geir hafi staðið sig vel að und­an­förnu en þeir sem yngri eru.

Í sept­em­ber sl. spurði Gallup Íslend­inga hvort þeir væru ánægðir eða óánægðir með störf ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar og birt­ust niður­stöðurn­ar í Þjóðar­púlsi Gallup. Þá sögðust tæp­lega 22% lands­manna vera ánægð með störf Geir H. Haar­de, fjórðung­ur var hvorki ánægður né óánægður og 53% óánægðir.

 Enn fleiri ánægðir með Jó­hönnu nú en í sept­em­ber

Sem fyrr er Jó­hanna Sig­urðardótt­ir fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra í nokkr­um sér­flokki en á þeim tíma sem könn­un­in fór fram töldu um 71% lands­manna Jó­hönnu hafa staðið sig vel að und­an­förnu. Tæp­lega 22% telja Jó­hönnu hvorki hafa staðið sig vel né illa en rúm 7% telja hana hafa staðið sig illa.

Mark­tæk­ur mun­ur er á af­stöðu fólks eft­ir kyni, aldri, mennt­un og stjórn­mála­skoðun. Fleiri kon­ur en karl­ar telja Jó­hönnu hafa staðið sig vel í starfi eða 75,5% kvenna á móti 67% karla.

Í sept­em­ber sl. sögðust 61% lands­manna vera ánægð með störf Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, 27% sögðust hvorki ánægð né óánægð en 12% voru óánægð.

42% ánægð með Þor­gerði Katrínu

Tæp­lega 42% Íslend­inga töldu á þeim tíma sem könn­un­in fór fram að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra, hefði staðið sig vel að und­an­förnu. Rúm­lega 37% telja hana hvorki hafa staðið sig vel né illa og um 21% telja hana hafa staðið sig illa. Mark­tæk­ur mun­ur er á af­stöðu fólks eft­ir stjórn­mála­skoðun.

Í sept­em­ber sl. sögðust tæp­lega 35% vera ánægð með störf Þor­gerðar Katrín­ar, 30% sögðust hvorki vera ánægð né óánægð en 36% óánægð með störf henn­ar.

Vin­sæl­ir Björg­vins aukast veru­lega á milli kann­anna

Á þeim tíma sem könn­un­in fór fram töldu ríf­lega 62% Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra hafa staðið sig vel að und­an­förnu. Tæp­lega fimmt­ung­ar tel­ur Björg­vin hvorki hafa staðið sig vel né illa og um 18% tel­ur Björg­vin hafa staðið sig illa að und­an­förnu. Mark­tæk­ur mun­ur er á af­stöðu fólks eft­ir aldri, fjöl­skyldu­tekj­um, mennt­un og stjórn­mála­skoðun.

Eldra fólk er lík­legra en þeir sem yngri eru til að telja að Björg­vin hafa staðið sig vel und­an­farið.

Í sept­em­ber sögðust hins veg­ar tæp 27% vera ánægð með störf Björg­vins G. Sig­urðsson­ar , 40% hvorki ánægð né óánægð en þriðjung­ur var óánægður.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert