Slasaðist alvarlega í vespuslysi

Íslenskur piltur slasaðist alvarlega í mótorhjólaslysi í bænum Nykøbing Mors á Norður-Jótlandi á laugardaginn. Pilturinn er kominn úr lífshættu en er haldið sofandi í öndunarvél.

Slysið varð þegar pilturinn, sem er sextán ára gamall og búsettur í Nykøbing Mors, var ásamt tveimur öðrum ungmennum á vespu sem ekið var á kyrrstæðan bíl þegar sá sem hélt um stýrið missti stjórn á vespunni í beygju. Sá sem hélt um stýrið, piltur á svipuðu reki, lést í slysinu. Stúlka, sem var farþegi eins og íslenski pilturinn, slasaðist alvarlega. Ekkert þeirra var með hjálm eða í viðeigandi hlífðarfatnaði.

Faðir piltsins er búsettur hér á landi en flaug út til Danmerkur í gærmorgun. Hann sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að öll fjölskylda piltsins væri harmi slegin. Pilturinn væri þó úr lífshættu og líðan hans stöðug.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert