Störf í boði á Skagaströnd

Horft yfir Skagaströnd.
Horft yfir Skagaströnd.

Greiðslustofa Vinnumálastofnunar á Skagaströnd leitar að starfsfólki vegna aukinnar umsýslu með atvinnuleysistryggingar. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að um sé að ræða tímabundin störf í 4-6 mánuði við bakvinnslu umsókna, almenn skrifstofustörf, símsvörun og upplýsingagjöf.

Hlutverk Greiðslustofunnar er að sjá um greiðslur atvinnuleysistrygginga fyrir allt landið. Hjá stofnuninni starfa nú 15 manns. Athygli er vakin á því að þar sem um tímabundin störf er að ræða og hafa þarf hraðar hendur við ráðningar verður ekki fylgt formlegu umsóknarferli heldur valið úr þeim umsækjendum sem setja sig í samband og skila inn umsókn með ferilskrá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert