Boðað hefur verið til fundar fyrir félaga í VR á fimmtudaginn næstkomandi. Þar mun Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, gera grein fyrir störfum sínum í stjórn Kaupþings og í kjölfarið verður opnað fyrir umræður. Mótmæli hafa farið fram við höfuðstöðvar VR að undanförnu og í hádeginu í dag var afhentur undirskriftarlisti félagsmanna sem kröfðust fundar.
Samkvæmty lögum VR er stjórninni skylt að boða til fundar, þegar eigi færri en 200 félagsmenn krefjast þess skriflega og skal fundurinn haldinn innan 7 daga frá því að stjórninni barst krafan í hendur.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 á Grand hóteli og eru félagsmenn hvattir til að mæta.