100 þúsund kröfur vegna Icesave

Retuers

Yfir 100 þúsund Hollendingar hafa lagt fram kröfur til hollenska seðlabankans vegna inneigna, sem þeir áttu á Icesave reikningum Landsbankans þar í landi. Seðlabankinn ábyrgist allt að 100 þúsund evrur á hverjum reikningi, jafnvirði rúmlega 17 milljóna króna.

Hollenska blaðið Volkskrant segir, að um 140 þúsund Hollendingar hafi átt fé á Icesave reikningum en þeim var lokað í október eftir að íslenska Fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur Landsbankans. 

Íslensk og hollensk stjórnvöld gerði 11. október samkomulag um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningunum. Kvað samkomulagið á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur, jafnvirði um 3,6 milljóna króna. Hollenska ríkisstjórnin lýsti því yfir, að hún myndi veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn muni annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka