100 þúsund kröfur vegna Icesave

Retuers

Yfir 100 þúsund Hol­lend­ing­ar hafa lagt fram kröf­ur til hol­lenska seðlabank­ans vegna inn­eigna, sem þeir áttu á Ices­a­ve reikn­ing­um Lands­bank­ans þar í landi. Seðlabank­inn ábyrg­ist allt að 100 þúsund evr­ur á hverj­um reikn­ingi, jafn­v­irði rúm­lega 17 millj­óna króna.

Hol­lenska blaðið Volkskr­ant seg­ir, að um 140 þúsund Hol­lend­ing­ar hafi átt fé á Ices­a­ve reikn­ing­um en þeim var lokað í októ­ber eft­ir að ís­lenska Fjár­mála­eft­ir­litið greip inn í rekst­ur Lands­bank­ans. 

Íslensk og hol­lensk stjórn­völd gerði 11. októ­ber sam­komu­lag um lausn mála hol­lenskra eig­enda inn­stæðna á Ices­a­ve-reikn­ing­un­um. Kvað sam­komu­lagið á um að ís­lenska ríkið muni bæta hverj­um og ein­um hol­lensk­um inn­stæðueig­anda inn­stæður að há­marks­fjár­hæð 20.887 evr­ur, jafn­v­irði um 3,6 millj­óna króna. Hol­lenska rík­is­stjórn­in lýsti því yfir, að hún myndi veita Íslandi lán til að standa und­ir þess­um greiðslum og hol­lenski seðlabank­inn muni ann­ast af­greiðslu krafna inn­stæðueig­end­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert